Æfingar leyfðar en húsin lokuð Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 12:25 Valsmenn geta æft í sínum íþróttahúsnæði en þurfa að uppfylla afar ströng skilyrði. Meðal annars að fylgja tveggja metra reglu og deila ekki bolta. vísir/Hulda Margrét Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira
Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08