Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2020 13:28 Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir áframhaldandi verðbólgu yfir markmiði Seðlabankans slá vopnin úr höndum Seðlabankans við frekari lækkun vaxta. Vísir/Vilhelm Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56