Horfur í efnahagsmálum hafa versnað verulega frá því í ágúst að mati hagfræðideildar Landsbankans. Efnahagslífið muni ekki taka almennilega við sér fyrr en árið 2023.
Í hagspá Landsbankans til og með ársins 2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hagvöxtur verði hins vegar 3,4%á næsta ári og 5% árin 2022 og 2023. Atvinnuleysi haldist áfram mikið þótt bóluefni verði komið upp úr áramótum.

Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir spána gera ráð fyrir 7,8% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 8,4% á því næsta en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

„Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjáverulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel.
Í ágústspá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga yrði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta ár. Meiri svartsýni er í spá Landsbankans sem telur verðbólgu enn verða aðeins yfir markmiðinu út árið 2023 sem muni draga úr getu bankans til frekari vaxtalækkana.

„Ég tel að virkasta hagstjórnarverkfæri Seðlabankans um þessar mundir væri að beita sér af meiri hörku ágjaldeyrismarkaði. Tryggja stöðugleika í gjaldmiðlinum. Sem myndi þá gera það aðverkumað við sæum verðbólguna koma aftur niður á næsta ári.en við gerum ráð fyrir að hún gæti hækkað upp undir fjögur prósent í byrjun næsta árs,“ segir Daníel Svavarsson.