Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman. Instagram/@benbergeron Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira
Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT
CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira