Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki styðja hatursorðræðu eða merki sem ýti undir hana með nokkrum hætti í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna fánanna sem sáust á klæðnaði lögreglukonu. Vísir/Vilhelm Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30