Katrín hefur ferðast til rúmlega 220 landa og ætlar að klára rest Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 13:31 Katrín Sif Einarsdóttir ætlar sér til allra landa í heiminum. Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu. Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira
Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu.
Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira