Áfram stelpur! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2020 08:00 45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun