Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 10:35 Biggi lögga telur fánamálið svokallaða geta styrkt lögregluna. Stöð 2/Eggert Jóhannesson Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020 Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020
Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent