Sport

Katrín Tanja þriðja eftir fyrsta keppnisdag á heimsleikunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir fær alvöru keppni um helgina.
Katrín Tanja Davíðsdóttir fær alvöru keppni um helgina. Instagram/@crossfitgames

Katrín Tanja Davíðsdóttir er þriðja eftir fyrsta keppnisdag af þremur í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit sem fara fram í Kaliforníu, Bandaríkjunum um helgina.

Fimm greinar fóru fram í gær en hin ástralska Tia-Clair Toomey er í góðri stöðu á toppnum og hefur unnið sér inn 370 stig.

Hin bandaríska Haley Adams er önnur með 295 stig en Katrín Tanja kemur skammt á eftir með 260 stig.

Katrín gerði sér lítið fyrir og sigraði síðustu þraut dagsins sem var víðavangshlaup en Katrín kláraði hlaupið á rétt rúmri klukkustund og var tveimur mínútum á undan Haley Adams í mark.

Aðeins taka fimm keppendur þátt í mótinu sem heldur áfram í dag og verður áfram fylgst vel með á Vísi.

Sá keppandi sem vinnur hverja grein fær 100 stig, annað sætið fær 75 stig, þriðja sætið fær 55 sitg, fjórða sætið fær 35 stig og síðasta sætið fær 15 stig. Þú þarft hins vegar að klára greinna til að fá stig því annars færðu 0 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×