„Þetta er harmleikur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Guttormur er með búskap á bænum Grænumýri ásamt konu sinni og fjórum ungum börnum. Facebook/Guttormur Hrafn Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11