Khabib afgreiddi Gaethje og tilkynnti svo að hann væri hættur Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 22:01 Khabib í tárum eftir sigurinn í kvöld. Josh Hedges/Zuffa LLC/Getty Images Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020 MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020
MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira