Telja ófært að spítalinn tapi rödd læknaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2020 23:25 Læknaráð var skipað bráðabirgðastjórn á fundi þess í gær. Vísir/Vilhelm Læknar endurvöktu læknaráð Landspítalans úr dvala í gærmorgun þegar fundur var haldinn á vegum ráðsins í fyrsta skipti frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt í sumar. Í lögunum höfðu ákvæði um lækna- og hjúkrunarráð verið felld út og þess í stað kveðið á um sameiginlegt fagráð allra heilbrigðisstétta á heilbrigðisstofnunum. Á fundinum var samþykkt bráðabirgðastjórn sem skipuð er fráfarandi stjórn læknaráðs og mun hún skilgreina framtíðarhlutverk ráðsins þar til ný stjórn verður skipuð. Þorbjörn Jónsson, sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum og stjórnarmeðlimur, segir í tilkynningu á vef Læknafélags Íslands ráðið gegna mikilvægu hlutverki. „Okkar rödd hefur heyrst í gegnum tíðina og full ástæða til að læknaráð haldi í einhverri mynd áfram starfi sínu þó að löggjafinn hafi viljað leysa þennan selskap upp. Það er nokkuð ljóst að nýtt fagráð sem er skipað einum fulltrúa úr mörgum stéttum og skipað af forstjóra verður líklega aldrei með sjálfstæða rödd heldur ein samhljóma rödd inn í stjórnkerfi spítalans,“ segir Þorbjörn. Í bráðabirgðastjórn eru Berglind Bergmann Sverrisdóttir sérnámslæknir í lyflækningum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðilæknir í geðþjónustu, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir á meðferðarsviði, Rafn Hilmarsson sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum og Þorbjörn Jónsson sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins sagði á fundinum að ófært væri að spítalinn tapaði rödd læknaráðs. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Læknar endurvöktu læknaráð Landspítalans úr dvala í gærmorgun þegar fundur var haldinn á vegum ráðsins í fyrsta skipti frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt í sumar. Í lögunum höfðu ákvæði um lækna- og hjúkrunarráð verið felld út og þess í stað kveðið á um sameiginlegt fagráð allra heilbrigðisstétta á heilbrigðisstofnunum. Á fundinum var samþykkt bráðabirgðastjórn sem skipuð er fráfarandi stjórn læknaráðs og mun hún skilgreina framtíðarhlutverk ráðsins þar til ný stjórn verður skipuð. Þorbjörn Jónsson, sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum og stjórnarmeðlimur, segir í tilkynningu á vef Læknafélags Íslands ráðið gegna mikilvægu hlutverki. „Okkar rödd hefur heyrst í gegnum tíðina og full ástæða til að læknaráð haldi í einhverri mynd áfram starfi sínu þó að löggjafinn hafi viljað leysa þennan selskap upp. Það er nokkuð ljóst að nýtt fagráð sem er skipað einum fulltrúa úr mörgum stéttum og skipað af forstjóra verður líklega aldrei með sjálfstæða rödd heldur ein samhljóma rödd inn í stjórnkerfi spítalans,“ segir Þorbjörn. Í bráðabirgðastjórn eru Berglind Bergmann Sverrisdóttir sérnámslæknir í lyflækningum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðilæknir í geðþjónustu, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir á meðferðarsviði, Rafn Hilmarsson sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum og Þorbjörn Jónsson sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins sagði á fundinum að ófært væri að spítalinn tapaði rödd læknaráðs.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21