Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 17:39 Alma Möller landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að valkvæðum skurðaðgerðum, bæði á sjúkrahúsum og á einkareknum stofum, verð frestað til að minnka álag á spítalanum. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53