Heimsmeistararnir leiddust í mark í lokagrein heimsleikanna í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:16 Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey kom hönd í hönd í markið í síðustu greinni. Twitter/@CrossFitGames Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020 CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira