Katrín Tanja vann sér inn alls 18,7 milljónir króna með frammistöðu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með öllum verðlaunahöfunum á heimsleikunum í ár. Twitter/@crossfitgames Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000) CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira