„Þurfum að læra að slaka aðeins á“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 14:29 Jóhanna að gefa út heilsubók sjö ár eftir að sú fyrri kom út. Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna. Heilsa Þýskaland Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna.
Heilsa Þýskaland Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira