Bayern unnið 13 leiki í röð | Markalaust í Úkraínu 27. október 2020 19:50 Kimmich fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Bayern München Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. Í A-riðli voru Evrópumeistarar Bayern í heimsókn hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Bayern vann Atletico Madrid 4-0 í fyrstu umferð á meðan Lokomotiv gerði 2-2 jafntefli við RB Leipzig. Leon Goretzka kom Evrópumeisturunum yfir á 13. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan því 0-1 í hálfleik og þegar 65. mínútur voru liðnar virtist sem Robert Lewandowski væri að fara tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum. Vítaspyrnan hins vegar dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í „skjánum“ margumtalaða. Það var svo Anton Miranchuk sem jafnaði metin óvænt fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur voru eftir og sóttu heimamenn stíft í kjölfarið. Það var hins vegar Joshua Kimmich sem tryggði Bæjurum 2-1 sigur með góðu skoti og þar með 13. sigur þeirra í röð í deild þeirra bestu. Bayern sem fyrr á toppi riðilsins en Atletico og Leipzig mætast í kvöld. 13. Wins. In. A. Row.Bayern are unstoppable in the Champions League pic.twitter.com/capuytIWIo— B/R Football (@brfootball) October 27, 2020 Í B-riðli voru Inter í heimsókn hjá Shakhtar. Markalaust jafntefli niðurstaðan sem þýðir að Shakhtar halda toppsætinu, nú með fjögur stig á meðan Inter er með tvö stig eftir tvö jafntefli til þessa. Borussia Mönchengladbach og Real Madrid mætast svo í kvöld. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. Í A-riðli voru Evrópumeistarar Bayern í heimsókn hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Bayern vann Atletico Madrid 4-0 í fyrstu umferð á meðan Lokomotiv gerði 2-2 jafntefli við RB Leipzig. Leon Goretzka kom Evrópumeisturunum yfir á 13. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan því 0-1 í hálfleik og þegar 65. mínútur voru liðnar virtist sem Robert Lewandowski væri að fara tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum. Vítaspyrnan hins vegar dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í „skjánum“ margumtalaða. Það var svo Anton Miranchuk sem jafnaði metin óvænt fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur voru eftir og sóttu heimamenn stíft í kjölfarið. Það var hins vegar Joshua Kimmich sem tryggði Bæjurum 2-1 sigur með góðu skoti og þar með 13. sigur þeirra í röð í deild þeirra bestu. Bayern sem fyrr á toppi riðilsins en Atletico og Leipzig mætast í kvöld. 13. Wins. In. A. Row.Bayern are unstoppable in the Champions League pic.twitter.com/capuytIWIo— B/R Football (@brfootball) October 27, 2020 Í B-riðli voru Inter í heimsókn hjá Shakhtar. Markalaust jafntefli niðurstaðan sem þýðir að Shakhtar halda toppsætinu, nú með fjögur stig á meðan Inter er með tvö stig eftir tvö jafntefli til þessa. Borussia Mönchengladbach og Real Madrid mætast svo í kvöld.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti