Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2020 16:13 Reykjavíkurborg telur að kaupendur eldri íbúða ættu einnig að geta sótt um hlutdeildarlán. Úrræðið muni að öðrum kosti varla nýtast á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. vísir/vilhelm Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. Lánin virka í raun þannig að kaupandi þarf að eiga fyrir 5% af kaupverði fasteignar. Hefðbundið lán er tekið fyrir 75% og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lánar svo fyrir 20% í formi hlutdeildarláns. Hvorki þarf að greiða vexti né afborganir af hlutdeildarláninu. Endurgreiða þarf lánið við sölu eða eftir 10 til 25 ár ef kaupandi býr enn í eigninni. Alvarlegar afleiðingar Skilyrði lánanna eru útfærð í reglugerð en umsagnarfresti um drög að henni lauk í síðustu viku. Reglugerðin fær falleinkunn í nokkrum umsögnum. Arkitektafélag Íslands segir drögin ekki nægilega undirbúin og gerir alvarlegar athugasemdir, meðal annars við kröfu um að einungis verði lánað til kaupa á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Inngrip þessa skilyrðis á húsnæðismarkaðinn er stórtækt og afleiðingar geta orðið alvarlegar,“ segir í umsögninni. Ekki er unnt að sækja um hlutdeildarlán við kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.Getty/Arcaid-Universal Images Group Félagið telur að með því að skilyrða lánin við nýjar íbúðir sé verið að mismuna fólki eftir landshlutum, en lánað er fyrir eldri íbúðum á landsbyggðinni. Þá sé verið að stuðla að tvískiptum húsnæðismarkaði. Einungis þeir sem ekki þurfi að treysta á lánin hafi raunverulegt val um búsetu og hverfin fyrir lágtekjufólk geti orðið einsleit með neikvæðum félagslegum afleiðingum. Einnig sé stuðlað að því að börn séu rifin úr núverandi leik- og grunnskólahverfi þeirra. Ströng skilyrði Í umsögn Reykjavíkurborgar segir að fólki muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um stærð og verð fasteigna með tilliti til framboðs. Að öllu óbreyttu verði því sennilega fáar úthlutanir á hlutdeildarlánum til íbúa höfuðborgarsvæðisins á næstu misserum. Í töflunni hér að neðan má sjá skilyrði um stærð og verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu til að hægt sé að sækja um hlutdeildarlán til kaupanna. „Ef skoðað er verð á nýjum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem uppfyllir skilyrði sem sett eru fram í töflunni kemur aðeins upp ein fasteign sem uppfyllir skilyrði þess að vera svokölluð stúdíóíbúð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Sú íbúð er í Þorpinu á Gufunesi, sem er hluti af samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði. Fjörtíu og fimm íbúðir í fyrsta áfanga þeirrar byggingar eru þó þegar seldar og sala er hafin á öðrum sextíu og fimm. Ólíklegt þykir að margir kaupendur þeirra nái hlutdeildarláni þar sem ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir og ekki er hægt að sækja um lánið fyrr en íbúðin hefur verið keypt. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu á Gufunesi eru þær einu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrði varðandi verð og stærð. Í umsögn Reykjavíkurborgarsegir að ólíklegt sé þó að margir kaupendur þeirra fái hlutdeildarlán vegna tímarammans.mynd/Egill Aðalsteinsson Engin tveggja herbergja íbúð Í umsögn Reykjavíkurborgar segir enn fremur að við leit að íbúð í flokki þeirra sem eru með eitt svefnherbergi komi einnig upp aðeins einn valmöguleiki sem mæti kröfunum. Sú tegund íbúðar er einnig í Gufunesi og hluti af verkefninu Hagkvæmt húsnæði. Eftir sem áður sé þó engin þeirra til afhendingar innan ramma reglugerðarinnar. Þá uppfylli engin íbúð á höfuðborgarsvæðinu skilyrði um eignir sem hafa að lágmarki tvö svefnherbergi. „Fram kemur í umfjöllun um reglugerðina að áætlað sé að fyrsta úthlutun verði þann 20. desember nk. en ekki verður séð til hvaða húsnæðis sú úthlutun á að ná miðað við þau skilyrði sem sett eru varðandi verð og stærð húsnæðis og það framboð sem höfuðborgarsvæðið býður upp á,“ segir í umsögn borgarinnar. „Skilyrðið um að einungis sé unnt að fá hlutdeildarlán vegna kaupa á nýju húsnæði er afar strangt einkum í ljósi þess að nýtt húsnæði er almennt dýrara en eldra húsnæði. Til að gæta jafnræðis við landsbyggðina væri rétt að sömu skilyrði giltu um notað húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.“ Húsnæðismál Alþingi Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin verði fyrir allt að 58,5 milljóna hóflegar íbúðir Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. 7. október 2020 15:01 Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. Lánin virka í raun þannig að kaupandi þarf að eiga fyrir 5% af kaupverði fasteignar. Hefðbundið lán er tekið fyrir 75% og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lánar svo fyrir 20% í formi hlutdeildarláns. Hvorki þarf að greiða vexti né afborganir af hlutdeildarláninu. Endurgreiða þarf lánið við sölu eða eftir 10 til 25 ár ef kaupandi býr enn í eigninni. Alvarlegar afleiðingar Skilyrði lánanna eru útfærð í reglugerð en umsagnarfresti um drög að henni lauk í síðustu viku. Reglugerðin fær falleinkunn í nokkrum umsögnum. Arkitektafélag Íslands segir drögin ekki nægilega undirbúin og gerir alvarlegar athugasemdir, meðal annars við kröfu um að einungis verði lánað til kaupa á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Inngrip þessa skilyrðis á húsnæðismarkaðinn er stórtækt og afleiðingar geta orðið alvarlegar,“ segir í umsögninni. Ekki er unnt að sækja um hlutdeildarlán við kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.Getty/Arcaid-Universal Images Group Félagið telur að með því að skilyrða lánin við nýjar íbúðir sé verið að mismuna fólki eftir landshlutum, en lánað er fyrir eldri íbúðum á landsbyggðinni. Þá sé verið að stuðla að tvískiptum húsnæðismarkaði. Einungis þeir sem ekki þurfi að treysta á lánin hafi raunverulegt val um búsetu og hverfin fyrir lágtekjufólk geti orðið einsleit með neikvæðum félagslegum afleiðingum. Einnig sé stuðlað að því að börn séu rifin úr núverandi leik- og grunnskólahverfi þeirra. Ströng skilyrði Í umsögn Reykjavíkurborgar segir að fólki muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um stærð og verð fasteigna með tilliti til framboðs. Að öllu óbreyttu verði því sennilega fáar úthlutanir á hlutdeildarlánum til íbúa höfuðborgarsvæðisins á næstu misserum. Í töflunni hér að neðan má sjá skilyrði um stærð og verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu til að hægt sé að sækja um hlutdeildarlán til kaupanna. „Ef skoðað er verð á nýjum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem uppfyllir skilyrði sem sett eru fram í töflunni kemur aðeins upp ein fasteign sem uppfyllir skilyrði þess að vera svokölluð stúdíóíbúð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Sú íbúð er í Þorpinu á Gufunesi, sem er hluti af samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði. Fjörtíu og fimm íbúðir í fyrsta áfanga þeirrar byggingar eru þó þegar seldar og sala er hafin á öðrum sextíu og fimm. Ólíklegt þykir að margir kaupendur þeirra nái hlutdeildarláni þar sem ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir og ekki er hægt að sækja um lánið fyrr en íbúðin hefur verið keypt. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu á Gufunesi eru þær einu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrði varðandi verð og stærð. Í umsögn Reykjavíkurborgarsegir að ólíklegt sé þó að margir kaupendur þeirra fái hlutdeildarlán vegna tímarammans.mynd/Egill Aðalsteinsson Engin tveggja herbergja íbúð Í umsögn Reykjavíkurborgar segir enn fremur að við leit að íbúð í flokki þeirra sem eru með eitt svefnherbergi komi einnig upp aðeins einn valmöguleiki sem mæti kröfunum. Sú tegund íbúðar er einnig í Gufunesi og hluti af verkefninu Hagkvæmt húsnæði. Eftir sem áður sé þó engin þeirra til afhendingar innan ramma reglugerðarinnar. Þá uppfylli engin íbúð á höfuðborgarsvæðinu skilyrði um eignir sem hafa að lágmarki tvö svefnherbergi. „Fram kemur í umfjöllun um reglugerðina að áætlað sé að fyrsta úthlutun verði þann 20. desember nk. en ekki verður séð til hvaða húsnæðis sú úthlutun á að ná miðað við þau skilyrði sem sett eru varðandi verð og stærð húsnæðis og það framboð sem höfuðborgarsvæðið býður upp á,“ segir í umsögn borgarinnar. „Skilyrðið um að einungis sé unnt að fá hlutdeildarlán vegna kaupa á nýju húsnæði er afar strangt einkum í ljósi þess að nýtt húsnæði er almennt dýrara en eldra húsnæði. Til að gæta jafnræðis við landsbyggðina væri rétt að sömu skilyrði giltu um notað húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.“
Húsnæðismál Alþingi Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin verði fyrir allt að 58,5 milljóna hóflegar íbúðir Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. 7. október 2020 15:01 Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hlutdeildarlánin verði fyrir allt að 58,5 milljóna hóflegar íbúðir Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. 7. október 2020 15:01
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00