Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 14:13 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00