Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 15:30 Fjórir af hundunum sex sem brunnu inni í gær sjást hér á mynd. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar. Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar.
Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11
Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent