Viðskipti innlent

Krafan um gjaldþrotaskipti Viljans afturkölluð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn Ingi á Viljanum.
Björn Ingi á Viljanum. Vísir/Vilhelm

Krafan um að útgáfufélag Viljans, fjölmiðilsins sem Björn Ingi Hrafnsson stýrir, verði tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið afturkölluð.

Björn Ingi greinir sjálfur frá þessu á Facebook nú í kvöld.

Í gær var greint frá því að sýslumaðurinn á Vesturlandi hefði gert slíka kröfu og fyrirtaka vegna hennar væri á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands í næsta mánuði. Björn Ingi sjálfur sagði að sér hefði brugðið í brún við að sjá þessar fréttir, þar sem engin slík krafa hefði borist útgáfufélaginu. Sagði hann að farið yrði fram á afturköllun þessarar beiðni.

Það virðist nú hafa verið gert og segir Björn Ingi að búið sé að afturkalla kröfuna.

„Það er svo ánægjulegt að segja frá því að gengið hefur verið frá þessum málum; krafan afturkölluð og málið ekki lengur á dagskrá dómstóla. Það mun líklega ekki fá alveg jafn mikla athygli og hitt, en skiptir samt auðvitað mestu máli. Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig, að þurfa að lesa um svona í fréttum áður en maður fær sjálfur neina tilkynningu eða tækifæri til að bregðast við,“ skrifar Björn Ingi.


Tengdar fréttir

Björn Ingi segir enga kröfu um gjald­þrota­skipti hafa borist

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Þrátt fyrir það er fyrirtaka um beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um gjaldþrotaskipti á dagskrá í héraði.

Björn Ingi segir enga kröfu um gjald­þrota­skipti hafa borist

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Þrátt fyrir það er fyrirtaka um beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um gjaldþrotaskipti á dagskrá í héraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×