Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 23:32 Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju
Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira