Stjörnuútherji gifti sig í frívikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 12:01 Brúðhjónin DJ Chark yngri og Chantelle voru ánægð með daginn. Twitter/@@DJChark82 NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið. NFL Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið.
NFL Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira