Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 08:14 Frá Selfossi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið í júní 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur. Árborg Dómsmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur.
Árborg Dómsmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira