Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 08:14 Frá Selfossi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið í júní 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur. Árborg Dómsmál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur.
Árborg Dómsmál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira