Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2020 12:46 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Einkasafn Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira