Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 09:00 Albert Gudmundsson fagnar einu marka sinna sem liðsfélaga sínum Owen Wijndal í leik AZ Alkmaar og RKC Waalwijk um helgina. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54