Mótmæla sýningu Fósturbarna í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 16:59 Þriðja þáttaröð Fósturbarna er í sýningu á Stöð 2. Þátturinn í kvöld er sá fimmti í þáttaröðinni. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2. Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl.
Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“