Sport

Dagskráin í dag: Liverpool í Bergamo og Real þarf sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Mohamed Salah fagnar marki í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í síðustu viku. EPA

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Meistaradeildin heldur áfram að rúlla – þriðju vikuna í röð.

Dagurinn hefst með leik Lokomotiv Moskvu og Atletico Madrid klukkan 17.45 en klukkan 19.30 byrjar Meistaradeildarmessan að rúlla.

Hún mun hita upp fyrir alla leiki kvöldsins sem og fylgjast með öllum mörkunum sem verða skoruð í kvöld og sýna þau samstundis.

Klukkan 20.00 eru tveir stórleikir. Á Ítalíu eru ensku meistararnir í Liverpool í heimsókn og mæta marksæknu liði Atalanta og á Spáni þarf Real Madrid þrjú stig er Inter kemur í heimsókn.

Í lok kvöldsins verða svo öll mörk kvöldsins sýnd í Meistaradeildarmörkunum og farið ofan í þaul á umdeildum dómum kvöldsins.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×