Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2020 22:12 Bobby Fischer umkringdur mannfjölda við bakdyr Laugardalshallar sumarið 1972. Einkalífvörður Fischers, Sæmundur Pálsson, gætir skákmeistarans ásamt öðrum íslenskum lögreglumönnum. Getty Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nærri hálfri öld eftir að Fischer sigraði Boris Spasskí í Laugardalshöll hefur þáverandi forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, sent frá sér bókina Einvígi allra tíma. Guðmundur G. Þórarinsson við skjöldinn á Laugardalshöll, eina minnismerkið í Reykjavík um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís árið 1972.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Guðmundur segist þó aldrei hafa ætlað sér að skrifa bók um einvígið en segir þýska sjónvarpsmenn hafa talið sér hughvarf. „Þú verður að skrifa um þetta. Þú getur ekki borið ábyrgð á því að þessar sögur, og allt það sem gerðist, gleymist.“ Fischer lentur á 64 breiddarbaug til að taka þátt í einvíginu. Friðrik Ólafsson í dyrum DC-8 þotu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli.Daily Mirror/Getty En Guðmundur opinberar líka margt í undarlegu lífi Fischers sem ekki hefur verið á almanna vitorði, eins og það að hann var að öllum líkindum sonur ungversks stærðfræðings, Paul Felix Nemenyi, en ekki sonur Hans Gerhardt Fischers, þess sem móðir Fischers, Regina Wender, var gift og skráður var faðir hans. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 sem efasemdir vöknuðu um faðernið þegar leyniskýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem njósnaði um móður Fischers, voru opnaðar. Skrifaði Fischer töluna 64 inn í nafnið sitt? Þar mátti sjá að nær útilokað var að Hans Gerhardt Fischer væri faðirinn enda búsettur í öðru landi og skilinn að skiptum við eiginkonuna, sem átti í ástarsambandi við ungverska stærðfræðinginn. Guðmundur vekur athygli á því hvernig talan 64 markar örlög Fischers. Þannig megi lesa töluna 64 úr undirskrift hans, þegar tveir síðustu stafirnir eru skoðaðir í nafninu Bobby. Hér sést greinilega talan 64. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt. Fischer deyr 64 ára gamall. Hann helgar allt líf sitt 64 reitum á skákborðinu. Hann verður heimsmeistari á 64 breiddargráðu. Hann deyr á 64 breiddargráðu. Hann er jarðaður á 64 breiddargráðu.“ Gröf Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Hann lést 64 ára gamall, á 64 breiddargráðu og hvílir á 64 breiddargráðu. Hann helgaði líf sitt 64 reitum skákborðsins og varð heimsmeistari á 64 breiddargráðu.Mynd/Vísir. Guðmundur vill þó ekki meina að Fischer hafi sjálfur stýrt þessu. „Hann réð því nú eiginlega ekki að hann yrði heimsmeistari á 64 breiddargráðu því það voru Rússarnir sem heimtuðu að tefla á Íslandi. Þannig að ég hallast nú að því að þetta séu svona undarlegar tilviljanir almættisins,“ segir Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Það er til marks um alþjóðlega frægð einvígisins að í fyrra, nærri hálfri öld síðar, var nýtt leikrit um það frumsýnt í London, eins og sjá má í þessari frétt: Hér má sjá þegar Boris Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers skömmu eftir andlát hans árið 2008. Þar spurði Spasskí hvort það væri laust legstæði fyrir sig við hlið Fischers: Skák Bobby Fischer Reykjavík Árborg Bókmenntir Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nærri hálfri öld eftir að Fischer sigraði Boris Spasskí í Laugardalshöll hefur þáverandi forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, sent frá sér bókina Einvígi allra tíma. Guðmundur G. Þórarinsson við skjöldinn á Laugardalshöll, eina minnismerkið í Reykjavík um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís árið 1972.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Guðmundur segist þó aldrei hafa ætlað sér að skrifa bók um einvígið en segir þýska sjónvarpsmenn hafa talið sér hughvarf. „Þú verður að skrifa um þetta. Þú getur ekki borið ábyrgð á því að þessar sögur, og allt það sem gerðist, gleymist.“ Fischer lentur á 64 breiddarbaug til að taka þátt í einvíginu. Friðrik Ólafsson í dyrum DC-8 þotu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli.Daily Mirror/Getty En Guðmundur opinberar líka margt í undarlegu lífi Fischers sem ekki hefur verið á almanna vitorði, eins og það að hann var að öllum líkindum sonur ungversks stærðfræðings, Paul Felix Nemenyi, en ekki sonur Hans Gerhardt Fischers, þess sem móðir Fischers, Regina Wender, var gift og skráður var faðir hans. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 sem efasemdir vöknuðu um faðernið þegar leyniskýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem njósnaði um móður Fischers, voru opnaðar. Skrifaði Fischer töluna 64 inn í nafnið sitt? Þar mátti sjá að nær útilokað var að Hans Gerhardt Fischer væri faðirinn enda búsettur í öðru landi og skilinn að skiptum við eiginkonuna, sem átti í ástarsambandi við ungverska stærðfræðinginn. Guðmundur vekur athygli á því hvernig talan 64 markar örlög Fischers. Þannig megi lesa töluna 64 úr undirskrift hans, þegar tveir síðustu stafirnir eru skoðaðir í nafninu Bobby. Hér sést greinilega talan 64. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt. Fischer deyr 64 ára gamall. Hann helgar allt líf sitt 64 reitum á skákborðinu. Hann verður heimsmeistari á 64 breiddargráðu. Hann deyr á 64 breiddargráðu. Hann er jarðaður á 64 breiddargráðu.“ Gröf Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Hann lést 64 ára gamall, á 64 breiddargráðu og hvílir á 64 breiddargráðu. Hann helgaði líf sitt 64 reitum skákborðsins og varð heimsmeistari á 64 breiddargráðu.Mynd/Vísir. Guðmundur vill þó ekki meina að Fischer hafi sjálfur stýrt þessu. „Hann réð því nú eiginlega ekki að hann yrði heimsmeistari á 64 breiddargráðu því það voru Rússarnir sem heimtuðu að tefla á Íslandi. Þannig að ég hallast nú að því að þetta séu svona undarlegar tilviljanir almættisins,“ segir Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Það er til marks um alþjóðlega frægð einvígisins að í fyrra, nærri hálfri öld síðar, var nýtt leikrit um það frumsýnt í London, eins og sjá má í þessari frétt: Hér má sjá þegar Boris Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers skömmu eftir andlát hans árið 2008. Þar spurði Spasskí hvort það væri laust legstæði fyrir sig við hlið Fischers:
Skák Bobby Fischer Reykjavík Árborg Bókmenntir Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30