Lovísa Thompson ekki ein af þeim fimm mikilvægustu í Olís deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Svona var topp fimm listinn kynntur í þætti Seinni bylgjunnar í gær. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira