Ósvífni Arnór Steinn Ívarsson skrifar 3. nóvember 2020 14:00 Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar