Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:52 Frá smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“