Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 14:23 Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Eyjafirði síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16