Mikael afar ósáttur: „Það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 08:00 Mikael Nikulásson var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Njarðvík. stöð 2 sport Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira