Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19.
Löfven segir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. Forsætisráðherrann segir að hann og Ulla, eiginkona hans, muni vera í sóttkví og vinna að heiman. Hann segist líða vel og ekki vera með nein einkenni sjúkdómsins.
Hann segist ennfremur ætla að fara í skimun eins fljótt og auðið er.
I dag så vill jag berätta om en sak som jag fick veta i går eftermiddag. En person i min närhet har i sin tur vistats...
Posted by Stefan Löfven on Thursday, 5 November 2020
Greint var frá því í gærmorgun að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og tólf ráðherrar til viðbótar hefðu farið í sóttkví eftir að dómsmálaráðherra landsins hefði greinst með Covid-19. Síðar um daginn var svo sagt frá því að Frederiksen væri ekki með Covid-19 eftir að hafa farið í skimun.