Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 10:56 Höfuðstöðvar Jóa Fel voru í Holtagörðum þar sem mestur bakstur fór fram. Nú hefur Bakarameistarinn opnað bakarí á sama stað. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra. Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra.
Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50