Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2020 12:42 Ásmundur Friðriksson í pontu Alþingis. Hann segist efast um að heilbrigðiskerfið ráði við að sinna erlendum konum sem hingað kæmu í þungunarrof. Aðrir þingmenn saka hann um að tala gegn réttindum kvenna. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag. Þungunarrof Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag.
Þungunarrof Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira