Stærsta lýðheilsumálið - allt íþróttastarf undir Sólveig Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun