Mætti með hníf og skar Andreu þegar hann sá hana dansa við konu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Andrea Jóns fer um víðan völl í samtali við Snæbjörn Ragnarsson. Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira