Hefur skorað sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni en í deildinni heima fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Yusuf Yazici fagnar einu af sex mörkum sínum fyrir Lille í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi. Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi.
Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti