Hefur skorað sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni en í deildinni heima fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Yusuf Yazici fagnar einu af sex mörkum sínum fyrir Lille í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi. Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Sjá meira
Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi.
Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Sjá meira