Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni með Breiðabliki í sumar. vísir/bára Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira