Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. Bæði mörkin, sem og klúðruð vítaspyrna, litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum sem var fjörugur.
The points are shared after a pulsating draw#MCILIV pic.twitter.com/iSiTAwLFVd
— Premier League (@premierleague) November 8, 2020
Liverpool fékk vítaspyrnu eftir tólf mínútu. Sadio Mane lék þá á Kyle Walker sem gerðist svo brotlegur. Mo Salah steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá varnarlausum Ederson.
Jöfnunarmarkið kom á 31. mínútu. Eftir sendingu Kevin De Bruyne snéri Gabriel Jesus laglega í teignum, framhjá Trent Alexander Arnold, og skoraði með fínu skoti.
City fékk svo dauðafæri í að komast fyrir hlé er dæmd var vítaspyrna. Dæmd var hendi á Joel Gomez og eftir skoðun VARsjánnar var það niðurstaðan. Belginn steig sjálfur á punktinn en skaut framhjá.
Rólegra var um að lítast í síðari hálfleik en City var meira með boltann og fékk hættulegri færi. Fleiri urðu mörkin ekki og stórmeistarajafntefli niðurstaðan, 1-1.
Robert Firmino failed to produce a shot on target for the fourth Premier League game this season... and failed to create a chance for the third match this season.
— Squawka Football (@Squawka) November 8, 2020
And it's the second time he's produced 0 of both in the same game. pic.twitter.com/9bT0IZWgND
Liverpool er því með sautján þriðja í öðru sætinu, stigi á eftir toppliði Leicester, og með jafn mörg stig og Tottenham sem er einnig í öðru sætinu. Man. City er í ellefta sætinu með tólf stig.