Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2020 22:14 Svona var skarðið í júlímánuði í sumar. Það opnaðist skömmu fyrir síðustu jól með þeim afleiðingum að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Skarðið virðist núna hafa lokast á ný. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent