Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2020 21:54 Svona leit malarkamburinn við Kollavíkurvatn út í dag. Hérna var skarðið fram á síðustu helgi. Sjá má hvalshræið sem tvær þústir til vinstri í vatninu við Mölina. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30