Versta tap Tom Brady á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Tom Brady gengur svekktur af velli í gær. Það gekk ekkert upp hjá honum í þessum leik á móti Saints. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020 NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira