Fimmta hvert sýni í Stokkhólmi jákvætt Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 08:36 Stortorget í Gamla Stan í Stokkhólmi. Alls hafa rúmlega 146 þúsund manns greinst með Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty Alls voru sýni tekin hjá um 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust um fimmti hver með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar smita. „Önnur bylgjan er hafin,“ segir Johan Styrud, formaður Sambands lækna í Stokkhólmi, í samtali við DN. Fyrir um viku síðan voru 627 inniliggjandi á sjúkrahúsum í Svíþjóð vegna Covid-19. Nú er fjöldinn rétt rúmlega þúsund og þar af eru 125 á gjörgæslu. Í Danmörku er fjöldinn til samanburðar 196 á sjúkrahúsum og þar af 33 á gjörgæslu. Claes Ruth, yfirmaður á Karolinska háskólasjúkrahúsinu, segir smitfjöldann nú fara ört vaxandi. Ný met séu slegin í hverri viku, bæði hvað varðar fjölda sýna og fjölda smitaðra. Á Stokkhólmssvæðinu eru nú 349 á sjúkrahúsum vegna Covid-19, samanborið við 203 í síðustu viku. Á Skáni, syðst í Svíþjóð, hefur smitfjöldinn sömuleiðis vaxið að undanförnu, en landshlutinn fór um margt betur út úr faraldrinum fyrstu mánuðina samanborið við marga aðra landshluta. Nú eru 111 inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 á Skáni. Alls hafa rúmlega 146 þúsund manns greinst með Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Þá eru skráð dauðsföll vegna faraldursins nú rúmlega sex þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Alls voru sýni tekin hjá um 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust um fimmti hver með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar smita. „Önnur bylgjan er hafin,“ segir Johan Styrud, formaður Sambands lækna í Stokkhólmi, í samtali við DN. Fyrir um viku síðan voru 627 inniliggjandi á sjúkrahúsum í Svíþjóð vegna Covid-19. Nú er fjöldinn rétt rúmlega þúsund og þar af eru 125 á gjörgæslu. Í Danmörku er fjöldinn til samanburðar 196 á sjúkrahúsum og þar af 33 á gjörgæslu. Claes Ruth, yfirmaður á Karolinska háskólasjúkrahúsinu, segir smitfjöldann nú fara ört vaxandi. Ný met séu slegin í hverri viku, bæði hvað varðar fjölda sýna og fjölda smitaðra. Á Stokkhólmssvæðinu eru nú 349 á sjúkrahúsum vegna Covid-19, samanborið við 203 í síðustu viku. Á Skáni, syðst í Svíþjóð, hefur smitfjöldinn sömuleiðis vaxið að undanförnu, en landshlutinn fór um margt betur út úr faraldrinum fyrstu mánuðina samanborið við marga aðra landshluta. Nú eru 111 inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 á Skáni. Alls hafa rúmlega 146 þúsund manns greinst með Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Þá eru skráð dauðsföll vegna faraldursins nú rúmlega sex þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira