Bein útsending: Loftslagsvænar framfarir í kjölfar Covid-19 Loftslagsráð 10. nóvember 2020 11:13 Gunnar Freyr Gunnarsson Bein útsending verður hér á Vísi frá málfundi um loftslagsmál á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands í dag. Fundurinn hefst klukkan 14.30 og stendur til klukkan 16. Hægt verður að horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum. Þá er markmiðið einnig að auka umræðu og samvinnu í aðdraganda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow á næsta ári undir formennsku Bretlands í samstarfi við Ítalíu. Árið 2020 markar þáttaskil þar sem aðildarríki Parísarsamningsins eiga að uppfæra loforð sín í loftslagsmálum fyrir lok ársins og standa skil á langtímastefnumótun sinni um kolefnishlutleysi. Heildarmarkmið samningsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C. Þetta markmið næst ekki nema hraðar verði brugðist við en gert hefur verið síðastliðna tvo áratugi. Á málfundinum verða umfjöllunarefni COP26 í forgrunni. Áhersla verður lögð á áhrif kórónuveirufaraldursins og loftslagsvæna endurreisn í kjölfar hans. Gestir fundarins eru: Sérstakur fulltrúi breska utanríkisráðherrans í loftslagsmálum kynnir áherslur gestgjafanna vegna COP26 ráðstefnunnar í Glasgow og ræðir mikilvægi umhverfisvænnar endurreisnar í kjölfar veirufaraldursins. Sendiherra Bretlands á Íslandi. Fulltrúar Loftslagsráðs Íslands og Bretlands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun fjalla um þátttöku Íslands í COP26, stefnu og aðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar sem miða að því að byggja sjálfbært samfélag til framtíðar með áherslu á kolefnishlutleysi og skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum um minnkun losunar. Brynja Þorgeirsdóttir stjórnar umræðum. Fundurinn fram á ensku. Nánari upplýsingar hér. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Bein útsending verður hér á Vísi frá málfundi um loftslagsmál á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands í dag. Fundurinn hefst klukkan 14.30 og stendur til klukkan 16. Hægt verður að horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum. Þá er markmiðið einnig að auka umræðu og samvinnu í aðdraganda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow á næsta ári undir formennsku Bretlands í samstarfi við Ítalíu. Árið 2020 markar þáttaskil þar sem aðildarríki Parísarsamningsins eiga að uppfæra loforð sín í loftslagsmálum fyrir lok ársins og standa skil á langtímastefnumótun sinni um kolefnishlutleysi. Heildarmarkmið samningsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C. Þetta markmið næst ekki nema hraðar verði brugðist við en gert hefur verið síðastliðna tvo áratugi. Á málfundinum verða umfjöllunarefni COP26 í forgrunni. Áhersla verður lögð á áhrif kórónuveirufaraldursins og loftslagsvæna endurreisn í kjölfar hans. Gestir fundarins eru: Sérstakur fulltrúi breska utanríkisráðherrans í loftslagsmálum kynnir áherslur gestgjafanna vegna COP26 ráðstefnunnar í Glasgow og ræðir mikilvægi umhverfisvænnar endurreisnar í kjölfar veirufaraldursins. Sendiherra Bretlands á Íslandi. Fulltrúar Loftslagsráðs Íslands og Bretlands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun fjalla um þátttöku Íslands í COP26, stefnu og aðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar sem miða að því að byggja sjálfbært samfélag til framtíðar með áherslu á kolefnishlutleysi og skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum um minnkun losunar. Brynja Þorgeirsdóttir stjórnar umræðum. Fundurinn fram á ensku. Nánari upplýsingar hér.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira