Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 09:56 Fálkinn var hinn rólegasti við „matarborðið“ þrátt fyrir myndatökur Þórdísar í gær. Þórdís Bragadóttir Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira