Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Telma Tómasson skrifar 13. nóvember 2020 07:34 Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum segja ekki tímabært fyrir almenning að huga að ferðalögum um jólin. Getty/Kiran Ridley Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. Í Svíþjóð greindi Anders Tegnell sóttvarnalæknir frá því að landsmenn mættu búa sig undir hugsanlegar ferðatakmarkanir í kringum jólahátíðina til að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið færi á hliðina og að tillögur þess efnis gætu litið dagsins ljós á næstunni. Tegnell sagði að flest ný smit í landinu mætti rekja til gleðskapar og veisluhalda og vonaði hann að reglur um lokun öldurhúsa eftir klukkan tíu, sem taka gildi í næstu viku, verði ekki til þess að fólk hópist saman í einkasamkvæmum. Fjörutíu manns létust af völdum Covid-19 í Svíþjóð í gær og er það hæsta dánartala í faraldrinum í fimm mánuði. Tónninn í stjórnvöldum á Írlandi og Frakklandi er á svipuðum nótum, eftir því sem fram kemur í frétt á breska ríkismiðlinum BBC, og sögðu ráðherrar í viðtölum við fjölmiðla að ekki væri tímabært að huga að ferðalögum á þessum eina annasamasta tíma hvers árs. Víða í Evrópu eru í gildi strangar sóttvarnaaðgerðir, samkomutakmarkanir og jafnvel útgöngubann, nú aðeins sex vikum fyrir jól. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frakkland Írland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. Í Svíþjóð greindi Anders Tegnell sóttvarnalæknir frá því að landsmenn mættu búa sig undir hugsanlegar ferðatakmarkanir í kringum jólahátíðina til að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið færi á hliðina og að tillögur þess efnis gætu litið dagsins ljós á næstunni. Tegnell sagði að flest ný smit í landinu mætti rekja til gleðskapar og veisluhalda og vonaði hann að reglur um lokun öldurhúsa eftir klukkan tíu, sem taka gildi í næstu viku, verði ekki til þess að fólk hópist saman í einkasamkvæmum. Fjörutíu manns létust af völdum Covid-19 í Svíþjóð í gær og er það hæsta dánartala í faraldrinum í fimm mánuði. Tónninn í stjórnvöldum á Írlandi og Frakklandi er á svipuðum nótum, eftir því sem fram kemur í frétt á breska ríkismiðlinum BBC, og sögðu ráðherrar í viðtölum við fjölmiðla að ekki væri tímabært að huga að ferðalögum á þessum eina annasamasta tíma hvers árs. Víða í Evrópu eru í gildi strangar sóttvarnaaðgerðir, samkomutakmarkanir og jafnvel útgöngubann, nú aðeins sex vikum fyrir jól.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frakkland Írland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira