Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 10:25 Margir þekkja það að fólk hafi keyrt niður frá Reykjaveginum og tekið „skyldurúnt“ í leit að stæði sem næst líkamsræktarstöðinni. Þetta hefur skapað hættu fyrir umferð gangandi og hjólandi. Aðsend Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá. Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá.
Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira